Sjálfstæðismenn talað í 28 tíma

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundinum í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Golli

Gerð verður tilraun til að koma til móts við Sjálfstæðisflokkinn í stjórnskipunarmálinu. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon munu funda með sjálfstæðismönnum síðar í dag. Ekki fékkst uppgefið hvað felst í tillögum þeirra. Þetta kom fram á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar.

Umræðan um stjórnskipunarlög hefur staðið í 34 og hálfa klukkustund. Þar af hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks talað í 28 klukkustundir. Alls hafa farið sex klukkustundir í umræðum um fundarstjórn forseta.

Jóhanna sagði ræður sjálfstæðismanna hafa einkennst af endurtekningum. Um væri að ræða málþóf og ekkert annað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka