Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks hefur skrifað forseta Alþingis bréf og leggur þar fram tillögu til sátta, að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir frumvarp um stjórnskipunarlög á dagskrá  og afgreidd með hraði á þingi. 

Í bréfinu eru nefnd sérstaklega fjögur þingmál en flokkurinn lýsir sig jafnframt  reiðubúinn til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála. Málin fjögur eru frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum varðandi vaxtabætur og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum.

Sjálfstæðismenn segja miður, að umræður og ágreiningur um breytingar á stjórnarskránni taki jafnmikinn tíma frá störfum Alþingis og raun ber vitni. Mikil gagnrýni hafi komið fram á frumvarpið frá sérfræðingum og öðrum umsagnaraðilum og fyrir ligg að ekki sé samstaða um málið á þingi.

„Við erum tilbúin til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en þær verða að vera vel undirbúnar og vandaðar. Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi," segir jafnframt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka