Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta

Þing um loftslagsmál verður haldið í Kaupmannahöfn í desember.
Þing um loftslagsmál verður haldið í Kaupmannahöfn í desember. mbl.is/Brynjar Gauti

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks mynduðu meiri­hluta í um­hverf­is­nefnd Alþing­is í gær­kvöldi þegar þings­álykt­un­ar­til­laga um hags­muni Íslend­inga í lofts­lags­mál­um var af­greidd.

Um er að ræða til­lögu sem all­ir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks stóðu að um að Alþingi feli rík­is­stjórn­inni að gæta ýtr­ustu hags­muna Íslands í samn­ingaviðræðum sem nú fara fram á veg­um ramma­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar og tryggja sér­stak­lega að ís­lenska ákvæðið svo­kallaða haldi gildi sínu við samn­ings­gerðina. Það fell­ur niður árið 2012 verði ekki samið um áfram­hald þess. Verði það raun­in mun Ísland aðeins hafa út­streym­is­heim­ild­ir sem svara 3,7 millj­ón­um tonna en lík­legt er að út­streymi Íslands verði þó meira á þeim tíma.

Nefnd­ar­meiri­hlut­inn geng­ur lengra í áliti sínu og vill bæta við setn­ingu um að svig­rúm Íslands til frek­ari nýt­ing­ar sjálf­bærra orku­auðlinda á grund­velli „ís­lenska ákvæðis­ins“ verði viður­kennt.

Í áliti nefnd­ar­meiri­hlut­ans seg­ir, að nauðsyn­legt sé að leitað verði nýs sam­komu­lags sem end­ur­spegli áætlað út­streymi svo að þau fyr­ir­tæki, sem hygg­ist nýta orku sem þegar verði haf­in nýt­ing á, þurfi ekki að afla út­streym­is­heim­ilda er­lend­is frá. Það geti jafn­framt haft í för með sér að stoðum verði kippt und­an rekstr­ar­grund­velli ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja gangi erfiðlega að afla slíkra heim­ilda eða reyn­ist þær dýr­ar.

Nefnd­ar­meiri­hlut­inn tel­ur óeðli­legt að at­vinnu­lífi séu sett­ar svo strang­ar skorður þegar hægt sé að beita væg­ari úrræðum og vinna að því að gild­is­tími ákvæðis­ins verði fram­lengd­ur út næsta tíma­bil hið minnsta. Þá sé jafn­framt nauðsyn­legt að hafa í huga vinnu­markaðssjón­ar­mið enda mörg störf sem gætu tap­ast í kjöl­far þess að fyr­ir­tæki hér dragi eða hætti starf­semi. Þannig verði svig­rúm Íslands til frek­ari nýt­ing­ar sjálf­bærra orku­auðlinda á grund­velli „ís­lenska ákvæðis­ins“ viður­kennt.

Þá árétta þing­menn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, að ís­lenska ákvæðið hafi notið stuðnings alþjóðasam­fé­lags­ins enda mik­ill skiln­ing­ur á því að nýta beri end­ur­nýj­an­leg­ar orku­lind­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert