Slegið í gegn á skírdag

Unnið við Héðinsfjarðargöng.
Unnið við Héðinsfjarðargöng.

Sprengt verður í gegn í Héðinsfjarðargöngum á fimmtudaginn, skírdag. Stefnt hafði verið að því að sprengja í gegn laugardaginn fyrir páska og verkinu hefur miðað betur en spáð hafði verið og því er framkvæmanlegt að flýta atburðinum.

Síðasta haftið verður sprengt í Ólafsfjarðarlegg ganganna og verður það gert um kl. 10.00.

Nokkrar klukkustundir tekur að ryðja út úr göngunum og tryggja bergið gegn hruni. Á meðan munu gestir aka um Lágheiði til Siglufjarðar. Þaðan verður svo ekið í einni röð í gegnum Héðinsfjarðargöngin til Ólafsfjarðar. Meðal gesta verða Kristján L. Möller samgönguráðherra, þingmenn og vegamálastjóri.

Verktaki ganganna býður loks til móttöku í Tjarnarbæ á Ólafsfirði.

Stefnt er að því að Héðinsfjarðargöng verði tilbúin til notkunar um mitt sumar 2010. Sérstök vígsluathöfn mun fara fram áður en umferð verður hleypt um göngin.

Göngin verða í heild rúmlega 10,5 kílómetrar. Þau skiptast í tvennt. Styttri göngin eru frá Siglufirði í Héðinsfjörð en lengri leggurinn er úr Ólafsfirði í Héðinsfjörð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert