Þingfundur stóð til klukkan rúmlega hálf þrjú í nótt og var rætt um frumvarp til stjórnskipunarlaga. Þegar fundi var frestað voru enn þrettán þingmenn á mælendaskrá, flestir sjálfstæðismenn.
Þingfundur hefst klukkan 10:30 í dag og er stjórnlagafrumvarpið þá enn á dagskrá á eftir umræðu um stjórn þingsins.