Varpar ljósi á ábyrgð annarra

Fjármálaráðherra segir mikil sóknarfæri fyrir íslenska hagsmuni í skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins um beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenskum bönkum. Hann telur að viðurkenning nefndarinnar á því að evrópskt regluverk um fjármálafyrirtæki sé meingallað og hluti vandans styrki kröfu Íslendinga um að Íslendingar þurfi ekki einir að bera tjónið. Forsætisráðherra ætlar að óska eftir formlegum viðbrögðum Gordons Brown og bresku ríkisstjórnarinnar við skýrslunni. Þetta kom fram á vikulegum fundi ráðherranna með fjölmiðlum. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert