Laugardaginn 4. apríl hóf Vegagerðin vinnu við að opna veginn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði. Mokað hefur verið síðan þá og lauk í dag. Notast var við veghefil, snjóblásara og jarðýtu. Snjóblásari var notaður niður Kúvíkurdalinn, síðan var haldið áfram til Djúpavíkur með jarðýtunni og vegheflinum og áfram til Kjörvogs.
Að sögn Jóns Harðar Elíssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík, var Strandavegur frá Bjarnarfirði norður til Kjörvogs síðast opnaður 23. febrúar. Hann lokaðist svo aftur 1. mars.
Slæm veðurspá er fyrir Páskahátíðina, spáð snjókomu og allhvössum vindi og talið er því víst að vegurinn teppist fljótlega aftur.