Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun óska eftir viðbrögðum Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, við skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins. Í skýrslunni er m.a. viðurkennt að aðgerðir breskra stjórnvalda hafi valdið Íslendingum tjóni og beiting hryðjuverkalaganna hafi verið harkaleg aðgerð.
Þetta kom fram á vikulegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningahúsi.