„Aðstæður bjóða upp á djarfari skref“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/RAX

„Það er mikið fagnaðarefni að það sé einhver taktfesti í þessu hjá Seðlabankanum að lækka vexti. Það er engin launung á því að við teljum að aðstæðurnar bjóða upp á djarfari skref heldur en bankinn er að taka,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, spurður í út í stýrivaxtalækkun Seðlabankans.

„Engu að síður þá held ég að þetta sé ferli sem er jákvætt,“ segir Gylfi ennfremur og bætir við að það sé gott að bankinn muni taka slíkar ákvarðanir á mánaðarfresti.

„Manni sýnist að peningastefnunefndin sé að stefna að því að taka ört ákvarðarnir um minni skref. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fyrir mitt ár verði þessir vextir komnir verulega niður,“ segir Gylfi. Aðspurður telur hann líklegt að svo geti orðið, þ.e. að vextirnir verði komnir niður fyrir 10%.

Hvað varðar stöðu krónunnar segir Gylfi: „Það sem er að veikja krónuna er meira mat aðila á greiðslugetu okkar fremur en vaxtamunur. Það er engin launung á því að háir vextir hafa áhrif á greiðslugetu okkar. Þetta er að fara illa með eigið fé bæði fyrirtækja og heimila. Og þess vegna er mikilvægt að hraða þessu ferli eins og kostur er til þess að reyna draga úr þessari áhættu. Þess vegna teljum við að Seðlabankinn eigi að hraða þessu ferli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert