Algjört hrun í sölu húsgagna

Sala á húsgögnum hefur dregist mikið saman.
Sala á húsgögnum hefur dregist mikið saman. mbl.is/Heiðar

Húsgagnaverslun dróst saman um tæp 55% nú í mars frá sama mánuði á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

„Þetta er það rosalegasta sem ég hef upplifað og er ég nú búinn að vera í húsgagnabransanum í yfir þrjátíu ár,“ segir Kristján Thorarensen, eigandi Heimahússins, um samdráttinn undanfarna mánuði. „Þótt þetta gangi upp krónutölulega séð þá erum við að selja allt með bullandi afslætti og afkoman verður þess vegna ekki glæsileg.“ Þetta er staðan þó svo nokkrar aðrar verslanir í sama geira hafi helst úr lestinni og verið lokað að undanförnu.

Kristján er nú lentur í samkeppni við ríkið að eigin sögn, eftir að það yfirtók Pennann og þar með Habitat og Saltfélagið. Ríkið sé komið í samkeppni við hans fyrirtæki og auglýsi nú vörur fyrrnefndra verslana til sölu. „Ég er hins vegar svo óheppinn að hafa átt helminginn í öllu og vegna stöðu krónunnar eru 500 milljónirnar sem ég skuldaði í Síðumúlanum orðnar að milljarði. Það hefði verið miklu betra fyrir mig að eiga ekki neitt. Það er ekki eins og ég geti farið og skilað lyklunum. Þeir halda áfram að rukka mann. Ef ég hefði verið nógu óvarkár hefðu bankarnir gripið inn í og ég hefði losnað við húsin. En af því að ég er með næg veð er ég hengdur.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka