Geir segist bera ábyrgðina

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Ómar

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist einn bera alla ábyrgð á því, að flokk­ur­inn tók við 30 millj­óna króna fram­lagi frá FL Group í árs­lok 2006. Fram­kvæmda­stjór­ar flokks­ins, nú­ver­andi og fyrr­ver­andi, beri þar enga ábyrgð.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu, sem Geir hef­ur sent frá sér og er eft­ir­far­andi:

„Með vit­und og vilja mín­um var haustið 2006 ráðist í mikið átak til að rétta við fjár­hag Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­ræmi við þær regl­ur um fjár­mál stjórn­mála­flokka sem þá var unnið eft­ir. Komu þar fjöl­marg­ir að verki.

Á sama tíma var ég fyrsti flutn­ings­maður frum­varps til nýrra laga um fjár­mál flokk­anna sem tóku gildi 1. janú­ar 2007.

Eitt fram­lag til flokks­ins frá þess­um tíma hef­ur að und­an­förnu verið sér­stak­lega til um­fjöll­un­ar, þ.e.a.s. fram­lag frá FL-Group seint í des­em­ber 2006.

Nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem þá var ný­kom­inn til starfa, hafði ekki frum­kvæði eða sér­stak­an at­beina að þess­ari greiðslu. Ég samþykkti að við henni skyldi tekið, enda fylgdi henni sú skýr­ing að hér væri um að ræða fram­lag margra aðila sem um­rætt fyr­ir­tæki sæi um að koma til skila.

Ég ber því sem formaður flokks­ins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Fram­kvæmda­stjór­ar flokks­ins, nú­ver­andi og fyrr­ver­andi, bera hér enga ábyrgð."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert