Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagðist í samtali við fréttastofu RÚV ekki hafa vitað 30 milljóna króna styrk frá FL Group til Sjálfstæðisflokks. Kjartan sagðist ekki hafa veitt styrknum viðtöku, og ekki séð um fjáröflun fyrir flokkinn eftir að hann lét af störfum 3. október 2006. Fjármunirnir voru millifærðir 29. desember 2006.
Styrkurinn barst Sjálfstæðisflokknum nokkrum dögum áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í dag vegna styrksins.