Málin ganga of hægt

„Okk­ur finnst mál­in ganga of hægt,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, formaður Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands, og vitn­ar til þess að enn hef­ur ekki verið gripið til aðgerða vegna fyr­ir­sjá­an­legs vanda stúd­enta við að fá at­vinnu í sum­ar.

Í til­kynn­ingu sem stúd­entaráð hef­ur sent frá sér kem­ur fram að ráðið harmi seina­gang og ákv­arðana­fælni rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvað varðar sumar­ann­ir við Há­skóla Íslands. Við blasi að um 13 þúsund stúd­ent­ar verði at­vinnu­laus­ir í sum­ar og eigi ekki annarra kosta völ en að mæla göt­urn­ar, ef ekki verður gripið til aðgerða.

„Fái þess­ir 13 þúsund at­vinnu­lausu stúd­ent­ar ekki náms­lán eða at­vinnu­leys­is­bæt­ur yfir sum­ar­tím­ann eiga þeir rétt á fjár­hagsaðstoð frá sínu sveit­ar­fé­lagi, en slík aðstoð gæti kostað sveit­ar­fé­lög­in 4,7 millj­arða króna,“ seg­ir til­kynn­ing­unni. Að veita sama fjölda náms­lán myndi hins veg­ar kosta um 3,9 millj­arða.

„Það er aðkallandi þörf á því að grípa strax til aðgerða, og bjóða upp á sumar­ann­ir við Há­skóla Íslands,“ seg­ir Hild­ur. Aðrir há­skól­ar, meðal ann­ars Há­skól­inn á Bif­röst og Há­skól­inn í Reykja­vík, bjóða upp á fjöl­breytt nám í sum­ar sem nem­end­ur geta nýtt, ef litla at­vinnu verður að fá.

Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra hef­ur sagt að mál­in séu til skoðunar hjá ráðuneyt­inu. Von­ir standa til þess að þeirri vinnu verði lokið strax eft­ir páska. „Stúd­ent­ar vilja svör strax því þeir hafa fyllst ör­vænt­ingu útaf stöðunni sem kom­in er upp,“ seg­ir Hild­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert