Ráðherra geti stöðvað veiðar

Telji sjávarútvegsráðherra að hvalveiðar eða veiðar á tilteknum tegundum hvala geti haft neikvæð áhrif fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar getur hann bannað eða stöðvað allar veiðar.

Þessa fyrirhuguðu lagareglu er að finna í nýsömdu frumvarpi nefndar sjávarútvegsráðherra til laga um hvali. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherra hafi þetta vald án tillits til tillagna Hafró í því efni og er heimildin því opin fyrir túlkun ráðherra á téðum hagsmunum.

Frumvarpið verður ekki lagt fram á Alþingi fyrir kosningar, svo það kemur í hlut þess sem gegnir ráðherradómi eftir kosningar að ákveða hvort það fer lengra. Í fyrstu grein eru hvalastofnarnir sagðir sameign íslensku þjóðarinnar og markmið frumvarpsins er að stuðla að verndun þeirra samhliða hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert