Snjókarlinn ekki látinn í friði

Snjókarlinn á Ráðhústorgi.
Snjókarlinn á Ráðhústorgi.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri hand­tók um liðna nótt þrjá karl­menn um tví­tugt eft­ir að þeir gengu í skrokk á stór­um snjó­karli sem staðsett­ur er á Ráðhús­torgi. Ekki var þó aðeins árás­in á snjó­karl­inn held­ur einnig mik­il ölv­un mann­anna sem leiddi til hand­tök­unn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri hef­ur snjó­karl­inn ekki fengið að vera í friði fyr­ir árás­um ungra Ak­ur­eyr­inga frá því hann var hlaðinn. Snjó­karl­inn bráðnaði reynd­ar í hlý­ind­um fyr­ir nokkru en var end­ur­reist­ur í gær­dag. Að und­ir­lagi Ak­ur­eyr­ar­stofu voru vask­ar stúlk­ur úr 4. flokki Þórs í fót­bolta fengn­ar til að hlaða aft­ur upp karl­inn með dyggri aðstoð for­eldra sinna og starfs­manna bæj­ar­ins. Sér­stak­ur list­rænn ráðunaut­ur við verkið var Hall­grím­ur Stefán Ing­ólfs­son. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka