Þingfundi á Alþingi var slitið í síðasta skipti fyrir páska kl. 19.30. Enn var rætt um stjórnskipunarlög og ljóst að málið verður tekið upp að nýju eftir páska. Átta voru enn á mælendaskrá, aðeins þingmenn úr Sjálfstæðisflokki.
Ástæða þess að fundi var slitið á þessum tiltekna tíma er, að borgarafundur í Suðvesturkjördæmi var að hefjast.