Á Þessu ári er í fyrsta skipti tekið hart á þeim bifreiðaeigendum sem vanrækja að fara með bifreiðar sínar í skoðun. Vanrækslugjald vegna óskoðaðra ökutækja var lagt á um áramótin. Er það 15 þúsund krónur, en ef ökutækið er fært til skoðunar innan mánaðar lækkar það í 7.500 krónur.
Gjaldið hefur nú verið lagt á eigendur 5.600 ökutækja, samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu. Lætur því nærri að lagðar hafi verið 42 milljónir hið minnsta á eigendur ökutækja sem þeir hafa trassað að færa til skoðunar. Vanrækslugjald nýtur lögveðs í ökutækinu þannig að ef það er ekki greitt verður ökutækið boðið upp.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.