Ekki stefnt vegna skuldar við Nýja Kaupþing

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Björgólfur Thor Björgólfsson segir, að hvorki sér né föður sínum hafi verið stefnt vegna skuldar Samsonar eignarhaldsfélags við bankann. Segir Björgólfur að viðræður um greiðslu skuldarinnar hafi staðið yfir síðustu vikur og mánuði og hann hafi ekki í hyggju að hlaupast undan ábyrgð á greiðslu skuldarinnar frekar en annarra skulda við íslenskar og erlendar lánastofnanir.

Yfirlýsing Björgólfs Thors er eftirfarandi:

„Vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun af skuld minni og föður míns, Björgólfs Guðmundssonar, við Nýja Kaupþing er rétt að taka eftirfarandi fram:

  • Hvorki mér né föður mínum hefur verið stefnt vegna skuldarinnar.
  • Viðræður um greiðslu skuldarinnar hafa staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Ég hef ekki í hyggju að hlaupast undan ábyrgð á greiðslu skuldarinnar, frekar en annarra skulda við íslenskar og erlendar lánastofnanir.
  • Í frétt Fréttablaðsins er gerð ósmekkleg tilraun til að gefa til kynna að ég og faðir minn skuldum íslenska ríkinu peninga vegna einkavæðingar Landsbanka Íslands, sem er bæði villandi og undarlegt. Kaupin voru að fullu greidd árið 2003.

Björgólfur Thor Björgólfsson."

Fréttablaðið sagði á forsíðu í dag, að Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans, og Björgólfi Thor Björgólfssyni hefði verið stefnt fyrir þremur vikum vegna vangoldinnar skuldar upp á fimm milljarða króna við Nýja Kaupþing. Skuldin sé til komin vegna kaupa Samsonar, eignarhaldsfélags þeirra feðga, á Landsbankanum fyrir sjö árum.

Segir blaðið, að feðgarnir séu í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og því verði gengið að eignum þeirra sjálfra fáist ekki upp í kröfuna. Standi annar ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Fram kemur að viðræður hafi átt sér stað um uppgjör skuldarinnar en engu skilað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert