Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Fimm­tíu og fimm millj­ón­ir króna verða end­ur­greidd­ar úr sjóðum Sjálf­stæðis­flokks­ins í þrota­bú Stoða, áður FL-Group, og þrota­bú Lands­bank­ans. Bjarni Bene­dikts­son, formaður flokks­ins, kallaði í gær eft­ir upp­lýs­ing­um um alla styrki á ár­inu 2006 og komst að þeirri niður­stöðu að 30 millj­óna króna styrk­ur frá FL-Group og 25 millj­óna króna styrk­ur frá Lands­bank­an­um stönguðust gróf­lega á við þau gildi sem hann vill að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn starfi eft­ir. „Að mínu mati voru þetta óeðli­lega há fram­lög. Það var rangt að taka við þeim,“ sagði Bjarni í gær.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, for­göngu um að út­vega flokkn­um þessa styrki í árs­lok 2006. Aðrar heim­ild­ir blaðsins herma að þótt Guðlaug­ur hafi beðið fyr­ir­tæki að styrkja flokk­inn hafi hon­um ekki verið kunn­ugt um þær upp­hæðir, sem um var að ræða.

Guðlaug­ur hafði að sögn heim­ild­ar­manna for­göngu um að bjóða Sjálf­stæðis­flokkn­um, þ.e. Andra Ótt­ars­syni, nýj­um fram­kvæmda­stjóra flokks­ins, að hann hefði milli­göngu um að nokk­ur fyr­ir­tæki, lík­lega um tíu tals­ins, legðu flokkn­um til styrk. Hvert þeirra myndi leggja til um þrjár millj­ón­ir króna þannig að und­ir for­ystu FL-Group fengj­ust um 30 millj­ón­ir króna í flokks­sjóðinn. Þetta sam­ræm­ist því sem fram kom í til­kynn­ingu Geirs H. Haar­de í gær, um að hann hefði samþykkt að taka við greiðslunni enda væri hún fram­lag margra aðila sem FL-Group „sæi um að koma til skila“.

Í til­viki Lands­bank­ans fóru, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins, fram sam­töl milli Guðlaugs Þórs og Sig­ur­jóns Þ. Árna­son­ar banka­stjóra, sem leiddu til þess að bank­inn gekk frá styrkn­um til Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Fjár­hags­staðan slæm

Fjár­hags­staða flokks­ins var sögð slæm eft­ir dýr­ar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar vorið 2006 og aðeins nokkr­ir mánuðir í þing­kosn­ing­ar.

Í hnot­skurn



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka