Haraldur Bessason látinn

Haraldur Bessason.
Haraldur Bessason. mbl.is/Skapti

Har­ald­ur Bessa­son, fyrr­ver­andi há­skóla­rektor, lést í Toronto í Kan­ada í gær, tæpra 78 ára. Eig­in­kona hans er Mar­grét Björg­vins­dótt­ir. Þau áttu sam­an eina dótt­ur, Sigrúnu Stellu, en af fyrra hjóna­bandi átti Har­ald­ur þrjár dæt­ur og Mar­grét tvö börn. Öll búa í Kan­ada.

Har­ald­ur fædd­ist í Kýr­holti í Viðvík­ur­sveit í Skagaf­irði 14. apríl 1931. For­eldr­ar hans voru Bessi Gísla­son bóndi þar og hrepp­stjóri og kona hans El­in­borg Björns­dótt­ir kenn­ari. Eft­ir cand.mag.-próf í ís­lensk­um fræðum 1956 hélt Har­ald­ur til Winnipeg í Kan­ada, þar sem hann var pró­fess­or við ís­lensku­deild Manitoba-há­skóla í 31 ár. Hann var í for­ystu fé­lags­lífs og blaðaút­gáfu vestra; rit­stýrði m.a. Lög­bergi-Heimskringlu og Tíma­riti Hins ís­lenska þjóðrækn­is­fé­lags um ára­bil. Har­ald­ur tók við starfi rektors Há­skól­ans á Ak­ur­eyri við stofn­un skól­ans 1987 og gegndi því til 1994. Eft­ir það kenndi hann við skól­ann en þau Mar­grét flutt­ust vest­ur um haf á ný 2003. Har­ald­ur var kjör­inn fyrsti heiðurs­doktor Há­skól­ans á Ak­ur­eyri árið 2000. Hann er einnig heiðurs­doktor við Manitoba-há­skóla og auk þess heiðurs­borg­ari Winnipeg-borg­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert