Hústökufólk á Vatnsstíg

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Hópur fólks flutti inn í hús við Vatnsstíg í Reykjavík í dag og hyggst nota það fyrir róttæka starfsemi. Hústökufólkið segist ekki óttast að lögregla eða önnur yfirvöld reyni að koma þeim út úr húsinu.

Hópurinn þreif húsið en efndi að því loknu til opins húss. Hústökufólkið segist ætla að stunda listir í húsinu, halda fyrirlestra, námskeið og annað.

Húsið að Vatnsstíg 7 hefur staðið autt um nokkurt skeið og er í döpru ástandi. Hústökufólkið segir betra að húsið fái hlutverk í stað þess að drabbast niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka