Hústökufólk á Vatnsstíg

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Hóp­ur fólks flutti inn í hús við Vatns­stíg í Reykja­vík í dag og hyggst nota það fyr­ir rót­tæka starf­semi. Hústöku­fólkið seg­ist ekki ótt­ast að lög­regla eða önn­ur yf­ir­völd reyni að koma þeim út úr hús­inu.

Hóp­ur­inn þreif húsið en efndi að því loknu til op­ins húss. Hústöku­fólkið seg­ist ætla að stunda list­ir í hús­inu, halda fyr­ir­lestra, nám­skeið og annað.

Húsið að Vatns­stíg 7 hef­ur staðið autt um nokk­urt skeið og er í döpru ástandi. Hústöku­fólkið seg­ir betra að húsið fái hlut­verk í stað þess að drabbast niður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert