Kaup á stofnfjárbréfum í andstöðu við lánaheimild

.
. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Hafi andvirði lánsfjárheimildar að hluta eða í heild verið notað til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði, er slíkt í andstöðu við afgreiðslu málsins í stjórn Byrs sparisjóðs þann 19. desember 2008.“ Þetta segja segja þrír stjórnarmenn í Byr sparisjóði í tilkynningu.

Í tilkynningunni segir að þann 19. desember hafi verið haldinn stjórnarfundur í Byr sparisjóði, þar sem m.a. var til umfjöllunar yfirdráttarlán sem Byr sparisjóður hafði þegar veitt til handa Tæknisetur Arkea í eigu MP fjárfestingarbanka hf. „Á fundinum var samþykkt að framlengja viðkomandi yfirdráttarlán til Tæknisetur Arkea í eigu MP fjárfestingarbanka hf. / Exiter Holdings um þrjá mánuði vegna óvissu á fjármálamörkuðum og auka heimildina til þess að mæta vaxtagreiðslum,“ segir í tilkynningunni.

Síðan segir að „hafi andvirði lánsfjárheimildar að hluta eða í heild verið notað til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði, er slíkt í andstöðu við afgreiðslu málsins í stjórn Byrs sparisjóðs þann 19. desember 2008.“

Tilkynningin er orðrétt: 
„Þann 19. desember 2008 var haldinn stjórnarfundur í Byr sparisjóði. Mættir voru m.a. Jón Þorsteinn Jónsson, þáverandi stjórnarformaður og stjórnarmennirnir Ágúst Már Ármann, Jóhanna Waagfjörð og Jón Kr. Sólnes varamaður. Jón Kristjánsson var fjarverandi. Á fundinum var m.a. til umfjöllunar yfirdráttarlán sem Byr sparisjóður hafði þegar veitt til handa Tæknisetur Arkea í eigu MP fjárfestingarbanka hf. Á fundinum var samþykkt að framlengja viðkomandi yfirdráttarlán til Tæknisetur Arkea í eigu MP fjárfestingarbanka hf. / Exiter Holdings um þrjá mánuði vegna óvissu á fjármálamörkuðum og auka heimildina til þess að mæta vaxtagreiðslum. 
 
Hafi andvirði lánsfjárheimildar að hluta eða í heild verið notað til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði, er slíkt í andstöðu við afgreiðslu málsins í stjórn Byrs sparisjóðs þann 19. desember 2008.
 
Hafi stjórnarmenn Byrs sparisjóðs átt viðskipti með stofnfjárbréf í Byr sparisjóði án þess að tilkynna um slíkt til regluvarðar sparisjóðsins, er slíkt í andstöðu við lög um verðbréfaviðskipti að því er varðar skyldur stjórnarmanna sem fruminnherja.
 
Þetta mál er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og munu undirritaðir stjórnarmenn veita allar þær upplýsingar sem óskað kanna að verða eftir af hálfu þess.

Ágúst Már Ármann, Jóhanna Waagfjörð, Jón Kr. Sólnes.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert