Ósannar staðhæfingar um MP banka

Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson. mbl.is/Kristinn

„Fyr­ir hönd MP Banka mót­mæli ég því að reynt sé að draga bank­ann inn í deilu­mál sem virðist komið upp vegna lán­veit­ing­ar stjórn­ar BYRS vegna eig­in stofn­fjár­bréfa,“ seg­ir í at­huga­semd frá Mar­geiri Pét­urs­syni stjórn­ar­for­manni MP Banka vegna umræðu um stofn­fjár­bréf BYRS.

Mar­geir seg­ir staðhæf­ing­ar meiri­hluta stjórn­ar BYRS um eign­ar­hald MP Banka á tveim­ur fé­lög­um sem fengu lán til kaupa á bréf­um í BYR, ósann­ar.

At­huga­semd Mar­geirs Pét­urs­son­ar

Fyr­ir hönd MP Banka mót­mæli ég því að reynt sé að draga bank­ann inn í deilu­mál sem virðist komið upp vegna lán­veit­ing­ar stjórn­ar BYRS vegna eig­in stofn­fjár­bréfa. Þetta var gert í viðtali við tvo stofn­fjár­eig­end­ur í BYR í Kast­ljósi Sjón­varps­ins á þriðju­dags­kvöld og end­ur­tekið á opn­um fundi sömu aðila í Reykja­vík í gær. 

Tekið skal fram að MP Banki var með full­nægj­andi trygg­ing­ar vegna lána sem veitt voru á sín­um tíma til kaupa á bréf­um í BYR og feng­ust þau lán upp­gerð í kjöl­far veðkalla. Þar með lauk af­skipt­um MP Banka af þessu máli. MP Banki get­ur ekki tekið ábyrgð á því með hvaða hætti veðköll­um var mætt, enda hef­ur bank­inn ekk­ert um það að segja.

Vegna yf­ir­lýs­ing­ar sem birt hef­ur verið frá þrem­ur stjórn­ar­mönn­um í BYR vegna þessa máls skal tekið fram að fé­lög­in Tækni­set­ur Arkea og Ex­eter Hold­ings eru MP Banka með öllu óviðkom­andi. Staðhæf­ing­ar meiri­hluta stjórn­ar BYRS um eign­ar­hald MP Banka á þess­um fé­lög­um eru ósann­ar.  MP Banki hef­ur ekki veitt þeim nein­ar ábyrgðir og hef­ur ekki á nokk­urn hátt komið að lánaum­sókn­um þeirra í BYR.  Aðal­eig­andi fé­lag­anna sagði sig úr stjórn MP Banka sum­arið 2008 þegar hann stofnaði eigið verðbréfa­fyr­ir­tæki, sem teng­ist MP Banka á eng­an hátt. 

Fh. MP Banka
Mar­geir Pét­urs­son, stjórn­ar­formaður

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka