Hálkublettir víða á vegum

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.
Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. mbl.is/Rax

Hálkublettir eru víða á vegum. Á Vestfjörðum er þungfært um Klettháls en unnið er að mokstri. Búið er að opna veginn um Lyngdalsheiði. Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi í dag nema á umferðarþyngstu vegum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Annars er færð á vegum, samkvæmt Vegagerðinni, sem hér segir: Á Suðurlandi er búið að opna veginn um Lyngdalsheiði en þar eru hálkublettir, auk þess sem vegurinn er blautur og leiðinlegur yfirferðar, sérstaklega fyrir smærri bíla. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og í Borgarfirði. Á Vestfjörðum er þungfært um Klettshálsi en unnið er að mokstri. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, hálka og hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi en annars er víðast hvar greiðfært. Lágheiði er opin en þar er hálka. Austanlands er hálka og snjókoma er á Fjarðarheiði og á Oddskarði. Snjóþekja og snjókoma er á Vatnsskarði eystra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert