Heildarframlög til Framsóknar 30,3 milljónir

Nokkrir af forsvarsmönnum Framsóknarflokksins.
Nokkrir af forsvarsmönnum Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu  þar sem fram kem­ur að heild­ar­fram­lög lögaðila til flokks­ins árið 2006 hafi verið 30,3 millj­ón­ir króna og komið frá nokkr­um tug­um fyr­ir­tækja. Hæsti ein­staki styrk­ur sem veitt­ur var hafi verið tá ár­inu 2006 hafi numið 5 millj­ón­um króna.

Yf­ir­lýs­ing­in fer í heild sinni hér á eft­ir:

„Vegna fyr­ir­spurna frá fjöl­miðlum um fram­lög lögaðila til Fram­sókn­ar­flokks­ins á ár­inu 2006 vill flokk­ur­inn koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Heild­ar­fram­lög lögaðila til Fram­sókn­ar­flokks­ins árið 2006 voru 30,3 millj­ón­ir króna og komu þau frá nokkr­um tug­um fyr­ir­tækja. Hæsti ein­staki styrk­ur sem veitt­ur var til flokks­ins á ár­inu 2006 nam 5 millj­ón­um króna.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beitti sér fyr­ir því á þess­um tíma að öll fram­lög til stjórn­mála­flokka yrðu gerð op­in­ber eins og nú er raun­in. Af hálfu Fram­sókn­ar­flokks­ins er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að viðkom­andi lögaðilar geri grein fyr­ir fram­lög­um sín­um til flokks­ins. Eðli máls­ins sam­kvæmt get­ur flokk­ur­inn þó ekki haft frum­kvæði að því að birta op­in­ber­lega frá hverj­um fram­lög komu árið 2006, enda var í flest­um til­fell­um sam­komu­lag um að farið yrði með styrk­veit­ing­arn­ar sem trúnaðar­mál.

Upp­lýs­ing­ar úr sam­stæðureikn­ingi Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir árið 2007 hafa verið birt­ar op­in­ber­lega af hálfu Rík­is­end­ur­skoðunar í sam­ræmi við lög um fjár­mál stjórn­mála­flokk­anna sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagði ríka áherslu á að lög­fest yrðu á Alþingi fyr­ir rúm­um tveim­ur árum. Þess­ar upp­lýs­ing­ar má finna á heimasíðu Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­leg tengsl þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins má sömu­leiðis finna á heimasíðu Fram­sókn­ar­flokks­ins, svo sem verið hef­ur um nokk­urra ára skeið."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert