Illugi: Vissi ekki um styrkina

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is/Friðrik

Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag, að hann hafi ekki vitað um háa fjárstyrki til flokksins árið 2006. Illugi sat á þeim tíma í einkavæðingarnefnd.

Hann sagði einnig að sér þættu bæði þær upphæðir sem um væri að ræða og tímasetning styrkveitinganna óeðlileg. Hann sagði þó fráleitt að tengja styrkina einkavæðingaráformum. Fjárframlög til stjórnmálaflokka hafi hins vegar verið mjög til umræðu á þessum tíma og umræddir styrkir stingi í stúf við þá stefnu sem mótuð hafi verið í þeim umræðum. Styrkirnir voru veittir nokkrum dögum áður en ný lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi.

Fram hefur komið að Glitnir banki hafi sent einkavæðingarnefnd bréf þar sem lýst var áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Bréfið var tekið fyrir í einkavæðingarnefnd 20. desember 2006. Níu dögum síðar styrkti FL Group, sem þá var kjölfestufjárfestir í Glitni, Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert