Hefð hefur skapast fyrir því í nokkrum kirkjum landsins að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í heild sinni á föstudeginum langa. Þetta er m.a. gert í Seltjarnarneskirkju, þar sem Ragnheiður Steindórsdóttir les á alla, fyrst kvenna, á einum degi. Gert er ráð fyrir að lestur hennar standi til um klukkan sjö.
Í Hallgrímskirkju, þar sem myndin er tekin, eru lög við sálmana eftir Jón Ásgeirsson einnig frumflutt í dag.