Slæmt veður er nú á Holtavörðuheiði og erfið færð. Þar er nú að sögn lögreglu snjókoma, hvassviðri, hálka og lítið skyggni og hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum og óhöppum vegna þess.
Eignatjón hefur orðið vegna þessa en fólk hefur sloppið án teljandi meiðsla.
Í ljósi þessa beinir lögreglan í Borgarfirði og Dölum því til ferðamanna að fara þarna um með mikilli varúð.