Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það komi öllum á óvart hversu háar styrkupphæðir flokkurinn hafi þegið frá ákveðnum fyrirtækjum á undanförnum árum. Annað í tengslum við styrkveitingarnar komi ekki á óvart.
Kristján segir að fyrrum formaður flokksins hafi þegar axlað sína ábyrgð á styrkjamálinu og að það sé núverandi formanns og framkvæmdastjóra hans að svara spurningum um málið.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa blaðamenn mbl.is ekki náð í Bjarna Benediktsson formann flokksins í morgun eða Andra Óttarsson, framkvæmdastjóra hans.
Aðrir þingmenn sem blaðamenn mbl.is hafa náð í hafa ekki viljað tjá sig um málið.