Hálendiseftirlit gekk vel

Lögreglumenn við þyrluna í dag.
Lögreglumenn við þyrluna í dag.

Lög­regl­an á Hvols­velli var með eft­ir­lit á há­lend­inu í dag í sam­vinnu við Land­helg­is­gæsl­una og var ein af þyrlun Gæsl­unn­ar notuð við eft­ir­litið. Öku­menn jeppa, snjósleða og annarra far­ar­tækja á há­lend­inu voru látn­ir gefa önd­un­ar­próf í dag og var eng­inn und­ir áhrif­um áfeng­is. 

Flogið var um Emstr­ur og lent við skál­ann í Glaðheim­um og rætt þar við nokkra snjósleðamenn.  Þeir voru beðnir um að gefa önd­un­ar­próf og voru all­ir í lagi. Síðan var flogið í Land­manna­laug­ar en þar voru fáir á ferli og allt reynd­ist þar vera í besta lagi. 

Síðan var flogið yfir Eyja­fjalla­jök­ul. Þar var mikið af bíl­um á ferð, þar á meðal 30-40 jepp­ar.  Var ákveðið að lenda á Hamrag­arðaheiði, þar sem að öku­menn koma niður af Eyja­fjalla­jökli.  Fjór­tán öku­menn voru stöðvaðir og rætt við þá.  All­ir fram­vísuðu þeir öku­skír­teini sínu og gáfu önd­un­ar­próf og reynd­ust vera í lagi.

Að sögn lög­regl­unn­ar lýstu all­ir þeir, sem lög­reglu­menn ræddu við,  yfir ánægju sinni með þetta eft­ir­lit og sögðu þetta þarft verk­efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert