Mannréttindi innantómt tal

Noordin Alazawi styttir sér stundir með því að semja tónlist …
Noordin Alazawi styttir sér stundir með því að semja tónlist og syngja. mbl.is/Ómar

Noord­in Alazawi, 19 ára Íraki, ætlaði aldrei að koma til Íslands en var stöðvaður á leið sinni til Kan­ada. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Hann hefst við í kytru í Reykja­nes­bæ og bíður þess sem verða vill.

„Verði ég send­ur til Grikk­lands þýðir það í raun að ég verð send­ur heim til Íraks. Ég má ekki vera í Grikklandi. Ég kvíði því óskap­lega enda er ástandið skelfi­legt heima enda þótt sum­ir segi að það fari batn­andi. Það mun taka lang­an tíma að lægja öld­urn­ar eft­ir allt sem á und­an er gengið í Írak – að minnsta kosti fimmtán til tutt­ugu ár. Þá fyrst yrði mér og fjöl­skyldu minni óhætt að snúa heim,“ seg­ir hann.

Á ís­lenska kær­ustu

Noord­in kveðst ekki þurfa hjálp, bara vottaða papp­íra sem gera hon­um kleift að stunda nám eða vinnu á Íslandi. „Ég þrái að halda námi mínu áfram. Mér gekk ágæt­lega í skóla heima í Írak. Ég veit að ég gæti unnið svart hérna en ég vil það ekki, það er ekki gott fyr­ir flótta­mann að hafa það á fer­il­skránni.“

Noord­in seg­ir föður sinn heit­inn, sem ferðaðist víða, hafa talað fal­lega um Evr­ópu. Reynsla sín sé önn­ur. „Þið Evr­ópu­bú­ar talið í sí­fellu um mann­rétt­indi en það er bara inn­an­tómt tal. Þegar allt kem­ur til alls vitið þið ekk­ert um mann­rétt­indi.“

Vill fá móður sína hingað

Sig­ríður Víðis Jóns­dótt­ir blaðamaður hitti móður hans og syst­ur að máli en þær eru flótta­menn í Sýr­landi. Í sam­tal­inu kem­ur fram að fjöl­skyld­unni hef­ur ít­rekað verið hótað líf­láti fyr­ir föður­lands­svik en faðir Noord­ins var myrt­ur í Írak. Móðirin vill ekki að Noord­in fari aft­ur þangað. Þar sé hon­um ekki vært.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert