Fengu meiri styrki árið 2006

Stjórnmálaflokkarnir fá 371,5 milljónir í styrki úr ríkissjóði í ár.
Stjórnmálaflokkarnir fá 371,5 milljónir í styrki úr ríkissjóði í ár.

Styrk­ir frá fyr­ir­tækj­um til stjórn­mála­flokk­anna námu hærri upp­hæð á ár­inu 2006 en á ár­inu 2007, en þá tóku gildi lög sem gerðu flokk­un­um skylt að upp­lýsa um styrki fyr­ir­tækja til flokk­anna.

Árið 2007 greiddu fyr­ir­tæk­in í land­inu 130 millj­ón­ir til stjórn­mála­flokk­anna; 56,9 millj­ón­ir fóru til Sjálf­stæðis­flokks­ins, 28,6 millj­ón­ir til Fram­sókn­ar­flokks­ins,  23,5 millj­ón­ir til Sam­fylk­ing­ar,  16,9 millj­ón­ir til VG og 4,8 millj­ón­ir til Frjáls­lynda flokks­ins.

Eft­ir að upp­lýst var um háa styrki FL-Group og Lands­bank­ans til Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa flokk­arn­ir birt upp­lýs­ing­ar um styrki frá fyr­ir­tækj­um sem námu hærri tölu en einni millj­ón króna. Þeir hafa þó flest­ir ekki látið koma fram hversu há heild­artal­an er frá fyr­ir­tækj­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fram­sókn­ar­flokkn­um á skír­dag fékk flokk­ur­inn 30,3 millj­ón­ir króna alls í styrki frá fyr­ir­tækj­um. 

Sam­tals námu styrk­ir þeirra fyr­ir­tækja sem styrktu Sjálf­stæðis­flokk­inn um meira en eina millj­ón 81 millj­ón króna á ár­inu 2006. Sam­bæri­leg tala fyr­ir Sam­fylk­ingu er 36 millj­ón­ir króna og 23,5 millj­ón­ir fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Ekki kem­ur fram með skýr­um hætti hversu mikið fyr­ir­tæki styrktu VG, en reikn­ing­ar flokks­ins hafa þó verið birt­ir á heimasíðu flokks­ins und­an­far­in ár.

Á vef Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er birt yf­ir­lit yfir fjár­mál flokks­ins á ár­un­um 2001-2007 og má á því sjá með skýr­um hætti að árið 2006 sker sig úr hvað varðar styrki og frjáls fram­lög. Á ár­un­um 2001-2005 nem­ur þessi liður 2-9 millj­ón­um ár­lega, en árið 2006 fer hann upp í 45 millj­ón­ir, en dett­ur svo aft­ur í tæp­lega 11 millj­ón­ir á ár­inu 2007.

Þær upp­lýs­ing­ar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur birt sýna að fram­lög fyr­ir­tækja til flokks­ins voru mun hærri á ár­inu 2006 en árið 2007.

Á ár­inu 2007 samþykkti Alþingi að hækka fram­lög til stjórn­mála­flokk­anna úr 200 millj­ón­um í 310 millj­ón­ir. Fjár­lög í ár gera ráð fyr­ir að rík­is­sjóður styrki stjórn­mála­flokk­anna um 371,5 millj­ón króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert