Páskagleðin skein úr hverju andliti í Elliðaárdalnum og á Ægisíðunni í árlegri páksaeggjaleit þegar skarar hressra krakka þeyttust um í páskaeggjaleit í gær. Leitað var að fagurlega skreyttum hænueggjum og svo fengu börnin súkkulaðiegg.
Þetta kemur fram tilkynningu frá félögum sjálfstæðismann í Árbæ, Breiðholti og Nes- og Melahverfi.
Haldin var húla - keppni og fengu sigurvegararnir stórt páskaegg í verðlaun. Húla–keppnin er orðin að hefð í páskaeggjaleitinni og greinilegt var að margir krakkar höfðu æft sig fyrir keppnina sem var æsispennandi á köflum.
Þátttaka fór fram úr öllum vonum og yfir eitt þúsund manns mættu í Elliðaárdalinn þar sem Guðlaugur Þór Þórðarsson alþingismaður hóf leitina og annað eins var mætt á Ægisíðunni þar sem Birgir Ármannsson alþingismaður fór fyrir leitinni.