Messa að morgni páskadags

Messa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.
Messa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Árni Sæberg

Margir lögðu leið sína í messu í Lágafellskirkju í morgun, en þar, eins og í fleiri kirkjum landsins, er messað kl. 8 að morgni páskadags. Í Lágafellskirkju þjónaði sóknarpresturinn, séra Ragnheiður Jónsdóttir, fyrir altari.

Á páskadag fagna kristnir menn upprisu Drottins. Íhugunarefni dagsins er: „Ég dó, en sjá, lifandi er ég um aldir alda, og ég hef lykla dauðans og Heljar“ (Opb. 1.18)

Kirkjukór Lágafellssóknar söng við messu í morgun. Organisti var Jónas Þórir. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng einsöng og Sveinn Þórður Birgisson spilaði á trompet. Kirkjukaffi var að messu lokinni í skrúðhúsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert