Nöfn fyrirtækja ekki rædd í miðstjórn

Reikningar Sjálfstæðisflokksins eru kynntir á landsfundi.
Reikningar Sjálfstæðisflokksins eru kynntir á landsfundi. Árni Sæberg

Upplýsingar um hvaða fyrirtæki styrkja Sjálfstæðisflokkinn hafa ekki verið kynnt fyrir miðstjórn flokksins, en samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins á árlega að bera reikninga hans undir miðstjórn.

Í reglunum segir: "Miðstjórn fjallar árlega um reikninga flokksins, sem fjármálaráð skal bera undir hana til samþykktar." Jafnframt kemur fram í reglunum að fjármálaráð, sem í sitja allt að 14 manns, skuli á hverju ári gera miðstjórn grein fyrir störfum sínum. Miðstjórn á jafnframt að setja fjármálaráði flokksins starfsreglur.

Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði, sem sæti hefur átt í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár, segir að upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn hafi aldrei verið kynnt fyrir miðstjórn þann tíma sem hús sat í þar. Einungis hafi verið kynntar heildartölur um hversu miklir styrkir hafi borist frá einstaklingum, fyrirtækjum o.s.frv.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka