Tapaði öllu á íslenskum bönkum

David Tennant leikur Dr. Who.
David Tennant leikur Dr. Who.

Hrun íslensku bankanna í Bretlandi kemur við sögu í einum vinsælasta sjónvarpsþætti BBC, Dr. Who. Þátturinn var sýndur á besta tíma í gær. Í þættinum stelur önnur aðalsöguhetjan dýrmætum bikar og kemur síðan með þá skýringu á athæfi sínu að faðir hennar hafi tapað öllu sínu á hruni íslensku bankanna.
 

„Faðir minn missti allt sem hann átti. Hann fjárfesti í íslenskum bönkum," segir lafði Christina þegar hún reynir að útskýra fyrir Dr. Who hvers vegna hún hafi gerst þjófur.

Þættirnir um Dr. Who eru vísindaskáldskapur. Dr. Who er 903 ára gamall en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 29 ára. Þættirnir hafa verið sýndir í BBC síðan á 6. áratugnum. Á síðustu árum hafa þættirnir notið fádæma vinsælda. Dr. Who er leikinn af David Tennant, en hann mun vera níundi leikarinn sem tekur að sér að leika persónuna sem m.a. er þeim hæfileikum gædd að  geta ferðast um í tíma og rúmi.

Þátta sem sýndir eru um jól og páska er beðið með mikilli eftirvæntingu og njóta þeir mikils áhorfs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert