Umferðarslys og fíkniefnaakstrar

Lögreglan
Lögreglan

Umferðarslys varð á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og lenti á ljóstastaur. Kalla þurfti til slökkvilið til að aftengja rafmagnið í staurnum og klippa farþegana út. Þeir hlutu minniháttar meiðsl.

Auk ökumanns voru fjórir farþegar í bílnum og voru allir fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þó aðeins tveir lítilsháttar slasaðir.

Á Ísafirði var ekið á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Málið er í rannsókn.

Tveir voru stöðvaðir á Akranesi og einn á Húsavík, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert