Viðrar vel til skíðaiðkunar

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. mbl.is/ÞÖK

Opið er á skíðasvæðunum víða um land í dag. Opið verður til kl. 17 í Tindastóli, Hlíðarfjalli, Bláfjöllum, Skálafelli og skíðasvæðinu á Dalvík. Kl. 13 í dag verður hin árlega páskafjallamessa sr. Pálma Matthíassonar við Bláfjallaskála.

Í Tindastóli er mikill snjór og snjóar smávegis nú. Þar er u.þ.b. 7 stiga frost og norðaustan 5,2 m/s. Búið er að setja upp braut fyrir yngstu börnin og þá sem hafa gaman af snjóþotum og slöngurennsli. Búið er að troða göngubrautina.

Klukkan átta í morgun var 5 stiga frost og nánast logn í Hlíðarfjalli. Í dag fer páskaeggjamótið fram og kl. 14 verður hljómsveitin Molta með tónleika á skaflinum við hótelið. Á Dalvík fer samhliðasvig fyrir 2.-5. bekk fram kl. 10 og kl. 12 hefst páskaeggjamót fyrir börn fædd 2002 og síðar. Að því loknu verður kaffihlaðborð í Brekkuseli.

Í Bláfjöllum er 2 stiga frost, hægviðri og sól. Allar lyfturnar í Kóngsgilinu eru opnar nema stólalyftan Kóngurinn sem er lokuð vegna bilunar. Suðurgil er opið sem og þrjár stystu gönguleiðirnar. Í Skálafelli er 4 stiga frost og sól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert