Vinnutími styttist

Vinnutími Íslendinga er að styttast.
Vinnutími Íslendinga er að styttast. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vinnutími launþega á Íslandi hefur styst mikið eftir að kreppan skall á. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands er meðalvinnuvikan 39,3 tímar, en þetta er lægsta tala sem sést hefur síðan Hagstofan fór að birta reglulegar tölur um vinnutíma árið 1991.

Á fjórða ársfjórðungi 2008 var meðalfjöldi vinnustunda 39,3 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 43,8 klst. hjá körlum en 34,2 klst. hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 45 klst. Undanfarin ár hefur vinnuvika þeirra sem unnið hafa fulla vinnu verið á bilinu 47-48 tímar.

Því hefur löngum verið haldið fram að Íslendingar séu í hópi þjóða sem vinni lengstan vinnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka