Frábært færi á skíðasvæðum

Úr Bláfjöllum.
Úr Bláfjöllum. Árni Sæberg

„ Hér er léttskýjað, allt troðið í gærkvöldi og færið er frábært. Líklegast verður þetta besti dagur páskanna,“ segir á vefsvæði Bláfjalla. Þar verða allar lyftur opnar fyrir utan Kónginn sem er bilaður. Opið verður frá 10-17 í dag líkt og í Skálafelli en þar er færið einnig mjög gott.

Í Hlíðarfjalli opnaði klukkan níu í morgun. Þar er færið gott, þriggja stiga frost og gola.

Í Tindastól er opið til 17 í dag. Þar er mikill og góður snjór, fimm stiga frost og gola. Göngubrautin er auk þess troðin og frábært rennsli í henni að sögn staðarhaldara.

Skíðasvæðið í Tungudal opnar klukkan 10. Færið er gott og sjö stiga frost.

Opið verður á skíðasvæðinu á Dalvík til klukkan fjögur. Þar er blíðskaparveður og mjög gott skíðafæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert