Undirbúa málsókn til varnar heimilum

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna segja stjórn­völd og fjár­mála­fyr­ir­tæki sniðganga með öllu "sann­gjarn­ar og hóf­leg­ar" til­lög­ur sam­tak­anna um leiðrétt­ingu geng­is- og verðtryggðra fast­eignalána. Sam­tök­in mót­mæla því harðlega. Inn­an sam­tak­anna er hóp­ur fólks að und­ir­búa máls­sókn  til varn­ar heim­il­um þess lands­ins.

„Hags­muna­sam­tök heim­il­anna hafa lagt það til að lán­veit­end­ur og lán­tak­end­ur skipti með sér þeim kostnaði sem til hef­ur fallið vegna efna­hagskrepp­unn­ar.  Með því að velja greiðslu­jöfn­un og hafna al­mennri leiðrétt­ingu hafa stjórn­völd ein­göngu ákveðið að lengja í heng­ingaról­inni.  Heim­il­in eiga að halda áfram að setja stærst­an hluta tekna sinna inn í greiðslur af lán­um.  Þau skulu blóðmjólkuð.  Þegar því er lokið, munu lána­stofn­an­ir geta gengið að fast­eign­um heim­il­anna.  Sam­tök­in ótt­ast að næsta skref stjórn­valda verði að gera lána­stofn­un­um auðveld­ara að stofna eign­ar­halds­fé­lög sem taka við íbúðum eft­ir nauðung­ar­sölu, í þeim til­gangi að leigja út íbúðir til að há­marka arð af eigna­nám­inu,“ seg­ir á vefsvæði sam­tak­anna.

Sam­tök­in skora á lána­stofn­an­ir að bjóða ný lán með hag­kvæm­ari kjör­um og að taka án und­an­bragða á sig að minnsta kosti jafn­ar byrðar varðandi verðtryggð lán á móti lán­tak­end­um aft­ur­virkt til 1. janú­ar 2008.

„Komi lána­stofn­an­ir ekki til móts við heim­il­in í land­inu með því að létta á skulda­byrði þeirra og heild­ar­greiðslu­byrði, þá sjá sam­tök­in ekki að það þjóni nokkr­um til­gangi að fólk haldi áfram að borga af skuld­um sín­um. Það er val hvers og eins hvaða ákvörðun hann tek­ur, en sam­tök­in spyrja: Hve marga þarf, sem hætta að greiða, til að opna augu fjár­mála­fyr­ir­tækja fyr­ir því að þau þurfa líka að færa fórn­ir?“

Vefsvæði sam­tak­anna

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert