Sverrir Stormsker á átakasvæði í Bangkok

Sverrir Stormsker fékk ekki kokteilinn sem hann hafði pantað á …
Sverrir Stormsker fékk ekki kokteilinn sem hann hafði pantað á veitingastað í Bangkok. Heldur kom annar hættulegri fljúgandi inn. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker greinir frá því á bloggsíðu sinni að hann sé staddur í Bangkok í Taílandi, en þar hafa hörð átök geisað milli stjórnvalda og mótmælenda.

Sverrir segist hafa verið staddur inni á veitingastað þegar molotov-kokkteill kom fljúgandi inn um gluggann. „Á samri stundu breyttist þessi annars lítt vinsæli veitingastaður í einn þann heitasta í bænum. Ég brann í skinninu að komast út á götu en þegar þangað kom tók ekki betra við: Vélbyssuskothríð og spreningar,“ skrifar Sverrir á bloggsíðu sína í dag.

Hann segir vopnaða hermenn vera út um allt og þá segist hann hafa séð rútur sprengdar í loft upp.

Þrátt fyrir þetta kveðst Sverrir ekki hafa nokkrar áhyggjur af ástandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert