Víða snjóþekja og hálka á Norðaustur- og Austurlandi

Á Norðaustur- og á Austurlandi er víða snjóþekja, hálka og hálkublettir að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Aðalleiðir á Suðurlandi eru að mestu auðar en á Vesturlandi eru hálkublettir.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en annars staðar er ýmist autt eða hálkublettir. Snjóþekja er þó á Ströndum.

Hálkublettir eru á Þverárfjalli.

Þungatakmarkanir

Þeim þungatakmörkunum sem nú eru á vegum í Árnes -, Rangárvalla- og  Vestur - Skaftafellssýslu verður aflétt  kl. 8 á morgun.

Enn eru þungatakmarkanir í flestum landshlutum. Nánari upplýsingar eru veittar í upplýsingasímanum 1777.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert