600 milljónir til sumarnáms

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag, að auka eigið fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 600 milljónir króna til að mæta þörfum þeirra námsmanna, sem ella hefðu séð fram á atvinnuleysi í sumar. Þetta þýðir að Lánasjóðurinn getur lánað í sumar einn og hálfan milljarð umfram það sem annars hefði verið hægt.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, mun í dag ræða við forsvarsmenn Háskóla Íslands um hvernig hægt verður að koma á sumarnámi en krafa námsmanna hefur verið að  boðið verði upp á sumarannir við skólann. Hún sagði að þetta leysti vanda að minnsta kosti 3 til 4000 námsmanna en auk þess hefur verið gerð gangskör að því að fjölga sumarstörfum fyrir námsmenn.

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert