Götuvirki hústökufólksins

00:00
00:00

Hústöku­fólk í miðborg­inni hlóð virki í dag fyr­ir utan  Vatns­stíg 4. þar sem hóp­ur­inn hef­ur hafst við að und­an­förnu og vill koma upp fé­lags­heim­ili. Eig­end­ur gáfu fólk­inu frest til að yf­ir­gefa húsið fyr­ir fjög­ur og sögðust að öðrum kosti láta lög­reglu rýma það.

Fókið sótt inn­an­stokks­muni í nær­liggj­andi hús til að nota í virki en þau hús standa einnig auð og eru í hálf­gerðri van­hirðu. Þá negldu það slag­brand fyr­ir bak­dyrn­ar.

Þau  segj­ast hafa tekið til í hús­inu og gert þar fínt til að skapa fé­lags­legt rými, meðal ann­ars er þar búð þar sem allt er ókeyp­is, lítið bóka­safn og sam­eig­in­legt eld­hús. Fyr­ir­hugað er að bjóða fólki sem þarf ýmsa aðra þjón­ustu.

Tals­verður hóp­ur fólks stend­ur vörð um húsið en ekk­ert ból­ar á lög­regl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert