„Við höfum komist að því í gegnum okkar rannsóknir að við getum fjölgað hreindýrunum talsvert og við getum skapað hér tekjur upp á kannski 4-500 milljónir,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Félagið hefur nú lagt fram sitt innlegg í umræðuna um atvinnusköpun á landinu og leggur til að hreindýrastofninn verði stækkaður.
Árið 2008 voru tekjur af hreindýraveiðileyfum 106,4 milljónir króna, og óbeinar tekjur um 100 milljónir. Skotvís metur það svo að ef hreindýrum yrði fjölgað á Norð-Austurlandi eða svæðinu út frá Vopnafirði gæti svæðið borið um 2.000 hreindýr, sem gæti skilað 500 veiðileyfum árlega til viðbótar.
Nánar er fjallað um máæið í Morgunblaðinu í dag.