Iceland Express með tilboð til Íslands

Merki Iceland Express.
Merki Iceland Express.

Iceland Express mun þann 1. maí hefja flug til Gatwick flugvallar í nágrenni Lundúnaborgar í stað Standsted flugvallar. Vegna þessa hefur flugfélagið ákveðið að veita tæplega 50% afslátt á flugi til Íslands. Segir á vef félagsins að um 3 þúsund sæti verði seld á 49 pund, rúmar 9 þúsund krónur og eru allir skattar og gjöld innifalin í verðinu.

Sjá nánar á vef Iceland Express

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert