Meirihluti vill banna nektardans

58% þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins sögðust vilja að nektardans yrði bannaður með lögum. Alls vildu 73,8% kvenna banna nektardans en 42,7%.

Talsverður munur var á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það styður. Nærri 70% stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vildi banna nektardansinn, 56% stuðningsmanna Framsóknarmanna og 36% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka