Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

Grindavík.
Grindavík. mats.is

Sigmar Eðvarðsson, annar tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Grindavík segir bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins i bænum hafa boðið bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á fund síðar í dag um myndun nýs meirihluta. Segist hann hafa heyrt að Framsókn hafi slitið meirihlutasamstarfi við Samfylkinguna skriflega í gær.

Deilur hafa staðið innan bæjarstjórnar Samfylkingar og Framsóknar í Grindavík um ráðningu í starfið. Samfylkingarmenn vildu ráða Garðar Pál Vignisson, bæjafulltrúa sinn og formann bæjarstjórnar í stöðuna, en framsóknarmenn vildu fara að áliti Capacent og Fræðslu og uppeldisnefndar og ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur.

Framsóknarflokkur, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa allir tvö fulltrúa í bæjarstjórn Grindavíkur og frjálslyndi flokkurinn einn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert