Ræða sameiginlegar aðgerðir í fjármálakreppunni

Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn
Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn Ómar Óskarsson

Vorfundir Norðurlandaráðs verða haldnir í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. apríl. Á dagskrá verða Norðurlönd og ESB, staða flóttamanna á Norðurlöndum og atvinnumál. Sameiginlegar aðgerðir í fjármálakreppunni eru þema sameiginlegs fundar sem haldinn verður á fimmtudagskvöldinu.

Á vef Norðurlandaráðs kemur fram að í tilefni af fundum Norðurlandaráðs mun Miðflokkahópurinn miðvikudaginn 15. apríl kynna skýrsluna Norðurlandaráð og ESB. Skýrslan fjallar meðal annars um byggðastefnu ESB og leitað er svara við því hvaða hlutverki Norðurlandaráð getur gegnt í Evrópusamstarfinu. Kynningin verður haldin í danska þinginu.

Föstudaginn 17. apríl heimsækir Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs flóttamannabúðirnar í Sandholm og Sjælsmark Kaserne. Nefndin mun á þessu ári leggja áherslu á aðstæður barna flóttamanna sem leita hafa hælis á Norðurlöndum. Þegar nefndin hefur heimsótt búðir fyrir ólöglega innflytjendur í Varsjá í júní 2008, mun hún heimsækja sambærilegar búðir á Norðurlöndum til að bera saman aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert